23.12.2019
Bestu óskir um gleðilega jólahátíð með kærum þökkum fyrir árið sem er að líða.
20.12.2019
Þann 2. janúar 2020 er leikskólinn opinn frá kl: 7.30. Leikskólinn er ekki með skipulagsdag þennan dag. Hlökkum til að sjá ykkur :)
20.12.2019
Í dag fóru Holtarar í skógræktina og áttu þar dásamlegan morgun eins og myndirnar sýna. Myrkrið og kuldinn skiptir engu máli þegar farið er út í náttúruna og leikið og Guttaljósin gera stemninguna í skógræktinni ævintýralega.
Holtið í s...
19.12.2019
Í dag var Rauður dagur og allir mættu í einhverju rauðu og var fallegur jólablær yfir skólanum. Leiksýningin Jólaævintýri Þorra og Þuru var í boði foreldrafélagsins og var hún falleg og ljúf og börnin tóku mikinn þátt í söng og spjalli. Þura sá sv...
16.12.2019
Í Garðaseli er unnið með Vináttuverkefni Barnaheilla þar sem lögð er áhersla á góð samskipti, að vera góður félagi og hvernig efla má færni barna í að leysa ágreining og setja sig í spor annarra. Hér fyrir neðan má sjá jólafréttir frá Vináttu Barn...
11.12.2019
Þá er komið að því..........skórinn í glugga og jólasveinar í heimsókn. Vonandi hafa sveinarnir talað sig saman og ákveðið að í ár verði skógjafirnar hóflegar því þannig gjafir gleðja líka.
Hér er dagatal sem hjálpar okkur að halda utan um hver k...
11.12.2019
Búið er að fara með flöskurnar sem börnin komu með í endurvinnsluna í talningu og greiðslu. Alls söfnuðust 26.500 kr og þökkum við ykkur, kæru foreldrar, enn og aftur með aðstoðina og framlag barna ykkar.
Elstu börnin taka að sér að fara með peni...
09.12.2019
Í dag kl : 15.00 -15.45 er jólasamvera á Holti fyrir foreldra / fjölskyldur og heitt súkkulaði og smákökur á borðum.
Á morgun ætluðum við að hafa jólasamveruna á Lóni en þar sem spáir aftakaveðri upp úr hádegi höfum við ákveðið að færa þá samveru...