08.03.2024
Hér koma fréttir frá okkur í Garðaseli, af starfinu og því sem framundan er í mars og apríl. Við viljum þakka þeim foreldrum sem tóku þátt í könnun Skólapúlsins en slíkar kannanir eru hjálplegar fyrir gott skólastarf. Nú styttist í páskana og vonum að þið njótið frísins sem framundan er. Hér er slóð á fréttabréfið:
20.02.2024
Í tilefni konudagsins verður öllum ömmum, mömmum og systrum boðið að koma til okkar í heimsókn.
Á Vök, Vogi og Vík verður morgunkaffi klukkan 8:15 til 9:30.
Á Lóni, Lind, Holti og Hóli er síðdegiskaffi frá klukkan 14:15 til 16:00.
Boðið verður upp á kaffi, vatn, brauð og álegg.
13.02.2024
Öskudagur er haldinn hátíðlegur í Garðaseli með búninga og náttfatadegi.
09.02.2024
Í dag fengu öll börn í Vök, Vogi og Vík fallegu bókina Orð eru ævintýri en bókin er gjöf til allra þriggja og fjögurra ára barna á Íslandi. Við vorum svo heppin að börnin á Víkinni fengu einnig bókina.
06.02.2024
Í dag var haldið upp á Dag leikskólans í Garðaseli.