Jóga úti í sólinni - myndband

Í dag lék sólin og góða veðrið við okkur. Allir nutu útivistar og hlóðu sól og gleði í hjartað. Íris Björg bauð öllum í jógastund úti og má sjá hana hér á myndbandinu. https://www.youtube.com/watch?v=392wskUX4dg

Dagskrá Íþróttaviku 2016

Í næstu vikur er Íþróttavikan þar sem verkefni og viðfangsefni tengjast íþróttum og hreyfingu. Íþróttastjórar, Lára Dóra, Karen og Helena,  settu saman flotta dagskrá fyrir alla árganga sem má sjá hér fyrir neðan. Dagskrá Íþróttaviku 2016

Matseðill, fréttabréf og dagatal í júní

Við upphaf nýs mánaðar endurnýjast ýmis gögn og hér fyrir neðan má finna gögn júní-mánaðar. matseðill fréttabréf dagatal

Útskrift elstu barna

Fimmtudaginn 26. maí var útskriftarhátíð elstu barna. Dagskráin var í sal Grundaskóla en elstu börnin höfðu undirbúið og æft hanaundir dyggri leiðsögn Heiðu og Ragnheiðar, umsjónarkennara. Börnin fengu afhenta útskriftarbókina sína, sem inniheldur...

Myndband frá 2010 árgangi á útskriftarhátíð

Fimmtudaginn 26. maí  var útskriftarhátíð elstu barnanna í Garðaseli og fyrir hátíðina höfðu þau gert myndband sem var sýnt í gær og vakti mikla gleði og ánægju. Textann gerðu umsjónarkennarar hópsins, Heiða og Ragnheiður, um undirspil og s...

Gjöf frá foreldrum og börnum 2010 árgangs

Á útskriftardegi 2010- árgangsins færðu börnin og foreldrar þeirra leikskólanum að gjöf tvær járn-gröfur og 5 veglega plastbíla í sandkassann. Þetta er gjöf sem gleður börnin og vakti strax mikla gleði og eftirvæntingu. Leikskólinn færir foreldrum...

Lambaferðin velheppnuð og myndir komnar inn

Í gær var farið í hina árlegu sveitaferð að Bjarteyjarsandi í blíðskaparveðri. Í sveitinni er jafnan margt að skoða og í gær fæddust tvö lömb sem börnin fylgdust spennt með. Þá var geit sem vakti mikla lukku og var hún líka mjög spennt fyrir börnu...

Elstu börnun vel fagnað við heimkomu

Elstu börnin fóru í sína útskriftarferð í Skorradalinn 12. -13. maí og áttu þar skemmtilega og viðburðarríka daga. Sumir voru að sofa í fyrsta skipti án mömmu og / eða pabba og það var nú ekki vandamál hjá þessum flottu krökkum. Allir stóðu sig ve...

Takmarkanir barna í umferðinni og góðar fyrirmyndir

Börn á leikskólaaldri eru til alls líkleg í umferðinni og því afar mikilvægt að vel sé hugað að öryggi þeirra. Þau mega aldrei vera ein í umferðinni án umsjónar og eftirlits fullorðinna. Það er á ábyrgð þeirra sem eldri eru að búa þau sem best und...

Umferðar- og hjóladagar

Þessa viku eru umferðardagar þar sem áhersla er lögð á hjól, hjálmanotkun ásamt gangbrautum og umferðarljósum. Mikilvægt er að börnin læri að þekkja hætturnar í umhverfinu og verði örugg . Hér má nálgast bækling frá Samgöngustofu um öryggi og umfe...