21.12.2015
Í morgun fóru nokkrir Víkarar með ágóðann af flöskusöfnunni í bankann og lögðu hann inn á reikning SOS-barnaþorpanna. Ágóðinn af söfnuninni voru rúmar 18.000 kr og voru það stoltir og ánægðir krakkar sem luku síðasta hlutanum af verkefninu.
21.12.2015
Fimmtudaginn 17. desember var Rauður dagur í Garðaseli og allir mættu í einhverju rauðu. Jólalegt var að líta yfir skólann þennan dag. Litlu-jólin voru fyrir hádegi og hingað mættu sex kátir sveinar sem dönsuðu með okkur og sungu. Víkin sýndi helg...
21.12.2015
Myndir frá bókasafnsferð 2011 árgangsins á vík eru komnar inn í myndasafnið.
21.12.2015
Lónarar fóru í gönguferð niður á Aggapall með heitt kakó og piparkökur í yndislegu veðri.
Myndir af ferðinni eru inn á myndasíðu Lóns.
18.12.2015
Víkarar sýndu helgileik á Litlu - jólunum í gær. Í hópnum eru margir orðnir læsir og tóku nokkrir að sér að lesa jólasöguna og var frábært að hlusta á þau. Allir höfðu hlutverk í jólasögunni fyrir utan að syngja jólasönginn. Hér má sjá myndasýning...
18.12.2015
Foreldrafélag Garðasels færði skólanum veglega gjöf í vikunni. Gjöfin innhélt 2 gítara, annan sem hægt er að tengja við hátalara, töskur og aðra hluti fyrir hljóðfærin. Við færum foreldrafélaginu kærar þakkir fyrir hlýhuginn og þessa góðu gjöf.
11.12.2015
Í dag var síðasti dagurinn í árlegri flöskusöfnun til styrktar SOS- barnaþorpunum. Söfnunin gekk mjög vel og þökkum við foreldrum virka þátttöku og aða hafa aðstoðað börnin sín við að koma með flöskur í leikskólann. Nú verður farið með flöskurnar ...
11.12.2015
Af okkur á Holti er allt gott að frétta og nóg um að vera hjá okkur þessa dagana. Við erum að jólaföndrast, klára jólagjafir fyrir mömmu og pabba og svo líka bara að njóta aðventunar. Við viljum minna ykkur á jólaskemmtun og aðventukaffið sem ver...
08.12.2015
Þrátt fyrir vonda veðurspá mætti Bernd Ogrydnk til okkar með jólasýninguna Pönnukakan hennar Grýlu. Falleg jólasaga og ótrúlegar leikbrúður skapa yndislega upplifun og skemmtun sem börnin kunna vel að meta. Þau fá að taka þátt í sýningunni og það ...
04.12.2015
Í næstu viku 7. -11. desember er hin árlega flöskusöfnun í Garðaseli til styrktar SOS-barnaþorpunum. Börnin koma með einnota flöskur að heiman sem við söfnum saman og förum með í endurvinnsluna. Ágóðinn er lagður inn á reikning SOS-barnaþorpa. Gar...