03.12.2015
Í dag bökuðu krakkarnir á Víkinni piparkökur. Þau eru orðin mjög dugleg að fletja deig og skera út kökur. Á svona bakstursdegi fer piparkökuilmur um allt hús og skapar skemmtilega stemningu.
Sjá fleiri myndir á myndasíðu Víkur.
02.12.2015
Snjór og meiri snjór. Efniviður sem flest börnin elska endalaust. Við búum svo vel að vera í nálægð við hólana á Grundarskólalóðinni og þar er skemmtilegt að renna sér. Eða bara gera engla og snjókarla. Rauðar kinnar,gleði í hjarta og þreyta í kro...
30.11.2015
Í morgun var fyrsta aðventustundin og sáu Víkarar um hana. Þau mættu öll með jólasveinahúfur, sungu falleg jólalög með krökkunum og kveiktu á spádómskertinu. Síðan lásu nokkrir Víkarar stutta sögu og gaman var að heyra hvað þau eru orðin dugleg að...
25.11.2015
Nú er jólamánuðurinn genginn í garð og jafnan mikið um að vera í leikskólanum í desember. Matseðill mánaðarins ásamt fréttabréfi og dagatali er hægt að nálgast hér fyrir neðan.
Foreldrar hafa fengið þessi gögn send í tölvupósti en þau eru einn...
20.11.2015
Kubbar eru skemmtilegur efniviður í leikskólanum og býður upp á fjölmargar leiðir í leik. Á þessum myndum má sjá hvað Víkarar hafa búið til úr einingakubbum og kaplakubbum - mikil stærðfræði og hugsun sem þarf til að byggja háar og stórar bygginga...
04.11.2015
Þegar nýr mánuður rennur upp endurnýjast ýmis gögn. Hér má nálgast þau.
fréttabréf nóvember
Matseðill nóvember
dagatal nóvember
04.11.2015
Þriðjudaginn 3. nóvember fóru elstu börnin á Höfða þar sem þau opnuðu ljósmyndasýninguna sína, Það sem auga mitt sér. Vel var tekið á móti börnunum af heimilisfólki og starfsfólki. Börnin sungu nokkur lög og í sumum þeirra var vel tekið undir af h...
18.09.2015
Eftir hvert skólaár er unnin ársskýrsla sem inniheldur samantekt um helstu þætti í starfsemi skóla. Ársskýrslan er mikilvægur þáttur í varðveislu sögunnar og gaman er að flétta í gegnum þessar skýrslur undanfarinna ára, margt sem rifjast upp.
18.09.2015
Elstu börnin nýttu góða veðrið í dag og fóru í hjólaferð á Sólmundarhöfðann. Að sjálfsögðu voru allir með hjálmana sína því allir þekkja mikilvægi þeirra. Síðdegishressingin var tekin með til að eiga lengri tíma í ferðinni.