21.08.2017
Í dag hófu störf tveir nýjir starfsmenn og bjóðum við þau velkomin. Á Holtið kemur inn Freyja Hrönn Sveinbjörnsdóttir, þroskaþjálfi, sem hefur góða leikskólareynslu. Þá verður Breki Berg Guðmundsson, íþróttafræðingur, í afleysingum en mun líka kom...
18.08.2017
Í þessari viku komu 18 börn í aðlögun á yngstu deildina Lónið. Foreldrar þeirra voru með þeim og leiddu þau fyrstu skrefin sín og fengu um leið að upplifa dagskipulagið og öll þau verkefni sem þar eru svo mikilvæg í umönnun og daglegu lífi yngstu ...
07.07.2017
Í gær komu fulltrúar foreldrafélagsins og færðu börnunum og leikskólanum fimm jafnvægishjól að gjöf. Það voru glöð og spennt börn sem tóku á móti þessari höfðinglegu gjöf frá foreldrum í Garðaseli. Kærar þakkir fyrir okkur , það er ómetanlegt að h...
06.07.2017
Í júní var send út rafræn viðhorfskönnun til foreldra þar sem leitað var eftir ánægju þeirra með ýmsa þætti skólastarfsins, bæði deilda og skólans í heild. Hér fyrir neðan má nálgast þær en foreldrar hafa einnig fengið þær sendar í tölvupósti. Um ...
21.06.2017
Nú á vordögum sótti leikskólinn um að verða Heilsueflandi leikskóli en það er verkefni á vegum Landlæknisembættisins. Heilsueflandi leikskóla á vegum Embættis landlæknis er ætlað að styðja leikskóla í að vinna markvisst að heilsueflingu og gera ha...
21.06.2017
Í dag fengum við kynningu á YAP ( Young athlete project) sem er verkefni á vegum alþjóðasamtaka Special Olympics sem hefur það markmið að efla hreyfiþjálfun og bæta hreyfifærni barna með sérþarfir. Sérstök áhersla er lögð á gildi snemmtækrar íhl...
15.06.2017
Í dag bauð foreldrafélagið börnum og fjölskyldum þeirra í grill í hádeginu. Mikill fjöldi gesta, foreldrar, systkini, ömmur, afar og frændfólki kom til okkar í garðinn og nutu samveru í yndislegu veðri. Foreldrafélagið fær bestu þakkir fyrir þetta...
14.06.2017
Grillhátíð foreldrafélagsins verður á morgun, fimmtudaginn 15. júní, kl: 11.30-13.00. Fjölskyldur barnanna velkomnar. Í garðinum verða viðfangsefni dagsins í Íþróttavikunni okkar. Hlökkum til að sjá sem flesta
13.06.2017
Í júní, júlí og fram í ágúst verður Sólveig Ásta Gautadóttir í sumaafleysingum í Garðaseli. Hún vann sem stuðningsfulltrúi í Brekkubæjarskóla í vetur ásamt því að starfa í frístundinni þar. Sólveig Ásta mun fara á milli deilda eftir þörfum.